Er nebbinn þinn að koma þér í mínus?

cookiesNeytendur athugið: Nýjar rannsóknir virðast gefa til kynna að nefið okkar hafi meiri stjórn yfir veskinu okkar heldur en við höfum sjálf. Auglýsendur hafa lengi vitað af þessu, hve mikil áhrif lyktin hefur þegar verið er að selja hluti. Þannig eru jafnvel sumar bensínstöðvar (þó aðallega erlendis) sem að spreyja kaffiilm í kringum pumpurnar, í von um að heilla nokkra viðskiptavini inn til að kaupa eins og einn stóran kaffibolla fyrir ferðalagið. Fasteignarsalar eru líka sumir hverjir góðir í þessu og reyna að passa upp á að ilmurinn í fasteigninni sem á að selja minni fólk á „heimili“ jafnvel með bakkelsisilm.

Hingað til hefur ilmurinn fyrst og fremst verið talinn kveikja á tilfinningum, en svo virðist sem að það sé miklu meira en minningar sem fari af stað í heilanum okkar. Ný rannsókn hjá Jorunal of Consumer Research fann út að lykillinn á bakvið það að nota lykt sé að kveikja á matarlystinni okkar, því að sá hluti heilasn sem stjórnar matarlystinni okkar og hungrinu hefur líka mikil áhrif á aðrar hvatir og snöggar ákvarðanir! Til að sýna fram á þetta var hópi fólks skipt upp í tvo hópa og þau spurð ýmsa spurninga um eyðsluvenjur þeirra. Öðrum hópnum var komið fyrir í herbergi þar sem engin lykt var og hinum var komið fyrir í herbergi sem ilmaði af smákökum. Tölfræðin talar sínu máli en það voru fyrir hvern einn einstakling sem sagðist vera líklegur til að eyða pening án mikillar umhugsunar í lyktarlausu herberginu voru 4 í smákökuherberginu sem sögðust vera tilbúin að eyða pening án mikillar umhugsunar. 4 á móti 1!

Aðalmálið er að hugmyndin um mat – sem kveiknar af myndum eða ilm – kveikir á ósjálfráðum hvötum hjá okkur hvort sem það er að okkur langar að borða eða eyða pening. Þannig að ef við erum stödd út í búð þegar við finnum ilminn – þá erum við líklegri til a ðsækja veskið en ella. Rannsakendurnir telja að þetta tengist náttúrulegs sjálfsbjargareðlis sem er innbyggt inn í okkur. Vegna þess að við mannfólkið, af náttúrunnar hendi, virðist vera sama að gefa upp langtímaverðmæti – s.s. sparnað – fyrir skammtímaverðmæti s.s. nýja peysu eða fullan maga af mat! Þetta er í það minnsta eitthvað til þess að hafa í huga næst þegar þú finnur ilm af kökum eða poppkorni næst þegar þú ferð í Kringluna. Hver veit nema maðurinn á skrifstofunni í Hagkaup sé einmitt að stóla á það að þú viljir kaupa eins og einn hlut í viðbót sem var ekki á listanum þegar þú gekkst inn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: