Markmið – eitt skref í einu

babystepsViltu breyta lífi þínu? Robert Maurer, höfundur bókarinnar One Small Step Can Change Your Life, segir að ef þú hoppar út í risa verkefni þá gæti heilinn þinn byrjað að panika!  Í stuttu máli þá bara stopparðu vegna þess að þú hefur ekki hugmynd hvar þú eigir að byra. Á móti kemur að ef þú byrjar hægt eykurðu líkurnar á því að ljúka hvaða verkefninu sem er. Að taka lítil skref í átt að stóru marki, er lykilatriðið, hér eru nokkur slík skref:

  • Framkvæmdu eitt lítið verk daglega. Ef þú stefnir að óraunhæfu marki verðurðu fljótlega frústreraður og gefst upp. Það er eins og að gera 100 magaæfingar þegar þú hefur ekki gert eina í áratug. Í staðinn geturðu ákveðið að gera 2-4 magaæfingar í hverju auglýsingahléi. Þú verður ekki eingöngu líklegri til að fylgja því eftir, heldur er m.a. mikið líklegra að þú gerir fleiri þegar næsta auglýsingahlé hefst.
  • Lokaðu augunum í mínútu. Síðan skaltu sjá fyrir þér sjálfan þig ná markmiði þínu, hvort sem það er að fara aftur á skólabekk, missa nokkur kíló eða fá stöðuhækkunina.Rannsóknir sýna að ef þú sérð fyrir þér það sem þig langar í, þá ertu líklegri til að ná því. Wayne Gretzky sagði eitt sinn “Ástæðan fyrir því að ég er svona góður í íshokkí er sú að ég einbeiti mér að því hvert pökkurinn á að fara. Þar fyrir utan segja 35% þeirra sem æfa reglulega að svona hugleiðingar séu lykillinn að því að halda sér við efnið.
  • Spurðu sjálfan þig að “litlum” spurningum. Stórar spurningar kunna að vera yfirþyrmandi og fá þig til að hætta áður en þú byrjar. Þannig í staðinn fyrir að spyrja sjálfan þig “Hvernig get ég þrefaldað innkomu mína?” Spurðu þig minni spurninga eins og “Hvaða einn hlut get ég gert betur?” Það mun flýta fyrir svari, halda ferðinni, auka sjálfsöryggið og auka hæfni þína að leysa vandamál.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: