Gekk viðtalið vel?

job-interviewNáðirðu að landa atvinnuviðtali? Til hamingju! Eftir að viðtalið er búið hvernig geturðu vitað hvort að það gekk vel? Hér eru nokkur atriði sem þú getur litið eftir, frá CareerBuilder.com og Justin Honaman, hjá Coca-Cola Customer Business Solutions.

  • Þeir biðja um meðmælendur eða tala við meðmælendur sem þú hefur látið vita af. Fyrirtæki eyðir að öllu jöfnu ekki tíma sínum í að tala við meðmælendur ef þú ert ekki líkleg(ur) til að fá starfið.
  • Þú ert kynnt(ur) fyrir öðrum starfsmönnum í fyrirtækinu. Honaman segir að leiðtogar eru verndandi þegar kemur að teyminu þeirra og hætti yfirleitt ekki á það að kynna umsækjanda ef þeir haldi að hann passi hugsanlega ekki inn í fyrirtækið. Ef þú er kynnt(ur) fyrir öðrum, vertu kurteis! Sá sem ákveður ráðninguna á hugsanlega eftir að spyrja þau hvað þeim fannst um þig!
  • Þeir eyða miklum tíma í að svara þínum spurningum. Flestir sem standa í ráðningu munu spyrja “ Ert þú með einhverjar spurningar?“ í viðtalinu. En ef þeir virðast hafa auka tíma til að eyða í að svara spurningunum þínum, getur það verið merki um að þeir vilji „selja þér“ stöðuna.
  • Það er líka góðs viti ef að viðtalið heldur áfram. Meðalviðtalstíminn er í kringum 15 mínútur. Ef viðtalið er í lengri tíma, boðar það á gott. Ef þeir væru ekki áhugasamir, myndu þeir ekki draga viðtalið á langinn.
  • Það fer reyndar eftir því á hvaða stigi viðtalið er, en það kann í sumum tilvikum að vera jákvætt ef þú ert spurð(ur) um launavæntingar. Það sýnir að fyrirtækið kann að vera viljugt að fjárfesta í þér, en þessi spurning gæti einnig eyðilagt fyrir þig viðtalið. Þannig að gerðu þína eigin rannsókn og vertu undirbúin með launabil sem að endurspeglar meðallaun á þínu starfssviði fyrir einhvern sem er með þína reynslu, menntun og kunnáttu. Vertu líka tilbúin að útskýra HVERSVEGNA þú verðskuldir þessa peningasummu og vertu heiðarleg(ur) þegar kemur að því að segja frá núverandi launakjörum. Viðmælandi þinn kemst yfirleitt að því hvort þú hefur logið, og þá færðu varla vinnuna, sama hversu vel viðtalið gekk.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: