Að halda ræðu!

Public%20SpeakingAð halda ræðu eða tala fyrir framan fólki er ábyggilega eitt af því sem við mannfólkið eigum hvað erfiðast með, en á sama tíma erum við oft afar gagnrýnin á þá sem við hlustum á, kannski er það nú þessvegna sem við verðum svo stressuð þegar við eigum sjálf að standa fyrir framan hóp af fólki og segja nokkur orð! En hafðu ekki áhyggjur, hérna eru nokkur ráð sem hjálpa þér að undirbúa næstu tölu.

1. Lærðu af meisturunum.

Ef þú veist að þú átt að halda ræðu t.a.m. í brúðkaupi innan fjölskyldunnar eða átt bara að halda fyrirlestur í skólanum eða vinnunni, fylgstu þá sérstaklega vel með þeim sem eru að halda svipaða fyrirlestra eða ræður í kringum þig. Og kíktu jafnvel á youtube og skoðaðu myndbönd af fólki sem má kalla „meistara“ í ræðumennsku s.s. Winston Churchill nú eða líttu nær okkar tíma og skoðaðu framá menn í samfélaginu okkar, og jafnvel framámenn annarsstaðar s.s. forseta Bandaríkjanna eða fyrrum forseta þar á bæ. Þú getur jafnvel kíkt á framámenn úr löndum sem þú kannt ekki tungumálið í, því að þú ert ekki bara að hlusta á efnið, heldur líka almennt yfirbragðið. Prufaðu síðan að „herma“ eftir stílbrögðum meistaranna!

2. Veldu rétt föt!

Hvað eru rétt föt? Það er góð spurning, það fer allt eftir því við hvaða aðstæður þú ert að stíga fram og opna munninn. En aðalatriðið er að þú sért sátt(ur) við þann fatnað og almennt um útlit þitt þegar þú stendur upp. Öll höfum við áhyggjur af því að fólkið í kring sé að dæma okkur og ef þú getur valið fatnað og hárgreiðslu sem þú ert sátt(ur) við, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum þegar þú hefur mál þitt!

3. Kynntu þér herbergið eða salinn.

Ef að það er möguleiki fyrir þig, reyndu þá að kíkja á staðinn þar sem að þú ert að fara að halda fyrirlesturinn eða ræðuna. Kíktu í fundarherbergið, kennslustofuna eða veislusalinn og skoðaðu aðstæður. Okkur líður nefnilega mun betur í aðstæðum sem við þekkjum, heldur en aðstæðum sem við vitum ekkert um. Þannig að því betur sem þú þekkir staðinn, því auðveldara verður að flytja mál þitt! Þetta á líka við um hlutina sem þú ert að fara að nota, t.d. ef þú ert með PowerPoint skjöl eða munt nota hljóðnema, prufaðu þessi tæki áður en ræðan byrjar og hlutirnir munu án efa ganga örlítið betur.

4. Vertu edrú þegar þú talar!

Þetta á kannski helst við um ræður sem haldnar eru við hátíðleg tilefni. Margir eiga það til að skvetta smá áfengi upp í sig, kjarksins vegna, en staðreyndin er sú að okkur finnst við mikilvæg tilefni mun skemmtilegra og innilegra að heyra pínulítið stressaða manneskju flytja falleg orð um vin eða vinkonu heldur en „léttfullan“ vin segja óskiljanlegar setningar og reyna að vera hallærislega fyndinn. Stundum er bara betra að sleppa víninu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: