Hvettu samstarfsfélaga þína áfram!

the-office-u-kNý rannsókn sýnir að framleiðni starfsmanna hafi minnkað um 5% á þessu ári, og tengist þetta án efa efnahagsþrengingum ársins. Hvort sem þú ert yfirmaður, deildarstjóri, verkefnisstjóri hjá ríkinu, einkafyrirtæki eða versluninni þá eru hér nokkrar ráðleggingar um hvernig þú getur hvatt starfsmenn þína og samstarfsfélaga til að leggja meira á sig í vinnunni, án þess að ýta þeim of langt þannig að þau vilji jafnvel hætta! Þessi ráð koma frá hagfræði sérfræðingnum tyler Cowen hjá tímaritinu Money:

  • Leggðu meira og harðar á þig sjálf(ur). Cowen segir að það sé magnað hve margir yfirmenn gleymi því hvað þeirra eigin venjur hafi mikil áhrif og setji í rauninni línuna fyrir starfsmennina. Þetta þýðir að ef þú ferð fyrr úr vinnunni á hverjum degi eru starfsmennirnir ólíklegri til að vinna frameftir til að klára mikilvægt verkefni. Þannig að auktu þína eigin framleiðni! Í leiðinni verður þú jafnvel í betri stöðu til að átta þig á því hvenær aukinn og meiri harka hjá starfsmönnunum breytist í of mikla vinnu þar se mað starfsmennirnir fái nóg.
  • Skapaðu knýjandi andrúmsloft. Eftir ákveðin tíma í vinnunni fara flestir starfsmenn úr því að vera „duglegir og framúrskarandi“ yfir í að vera „rétt nógu iðnir til að komast upp með það“. Lausnin? Gefðu öllum sérstakt verkefni með ákveðnu tímamarki. Þannig veist þú alltaf hver er að leggja mikið á sig til að ljúka verkefninu og hverjir eru bara að leggja nægt á sig til að halda vinnunni.
  • Bjóddu fram verðlaun fyrir dugnað í vinnunni. Þetta þýðir ekki að þú þurfir að henda fram fleiri bónusum. Í raun sýndi nýleg könnun fram að starfsmenn töldu að viðurkenning frá yfirmanninum, væri mikilvægasta hvatningin í vinnunni, því að það gæfi þeim viðurkenningu sem peningar gætu ekki keypt. Þannig að hugsaðu um það að bjóða duglegustu starfsmönnunum í hádegismat eða gefa starfsmönnum sem ná ákveðnum markmiðum fría miða í bíó eða eitthvað þessháttar.
  • Vertu sanngjarn. Að eiga sér uppáhalds getur skapað gremju og minnkað framleiðnina. Þannig að sérfræðingar mæla með því að koma fram við alla starfsmenn af sömu virðingu og fagmannleika – jafnvel þó þú þurfir að „feika það“.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: