Jórtraðu heilsuna í lag!

033766Ef að tyggjófyrirtækin fá einhverju ráðið, gætir þú jafnvel grætt eitthvað samhliða þeim!

  • Tyggjó er augljóslega ekki nýtt. Mannkynið hefur tuggið einhverskonar „tyggjó“ síðan á dögum forn Grikkja og forn Egypta.
  • Samkvæmt heimildum „UPI news service“ að þá eru nokkur lyfjafyrirtæki í dag að skoða tyggigúmmi sem hugsanlegt lyfjaform fyrir ákveðin lyf í framtíðinni.
  • Það í sjálfu sér er heldur ekkert það nýtt því að lyf eins og Nicorette tyggjóið fyrir reykingarmenn hefur verið á markaðnum um nokkurt skeið.
  • Einnig eru á markaðnum í mörgum löndum Evrópu og Asíu til tyggjó sem að  innihalda vítamín og er ætlað að styrkja ónæmskerfið.
  • Þegar kemur að því að léttast að þá er til svokallað „Nutri-Trim Gum“ sem að inniheldur efni sem eiga að auka brennslu og minnka matarlystina.
  • Hvernig verður þetta í framtíðinni? Mun læknis og lyfjafræðin einbeita sér að lyfjagjöf í gegnum tyggjó, þannig að þú getir t.d. lækkað blóðþrýsinginn með því að jórtra á tyggjóinu eða minnkað hausverkin. Og nú þegar um 257 ný jórturleður eru framleidd á hverju ári að þá er ekki endilega langt í það að framtíðin banki á dyrnar.

En þangað til að þá er hið klassíska piparmyntu tyggigúmmi frábær leið til að minnka t.a.m. ógleði, halda matarlystinni pínulítið í skefjum og skv. nýlegri rannsókn hjá Liverpool háskóla að þá kann tyggjóið meira að segja að minnka löngunina í sætindi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: