Fundið fé?

200248562-001Þegar þú sérð einakrónu liggjandi á gangstéttinni – stopparðu þá til þess að taka hana upp? Ég veit – þú getur lítið keypt þér fyrir krónu. Meira að segja færðu lítið fyrir fimmkall og tíkallinn í dag. Hinsvegar getur fundið klink safnast hratt upp! Auðvitað hugsa samt sumir: „Ohhh…það er soldið vandræðalegt ef einhver sæji mig taka upp klink af götunni.“ eða „Oooojjjj!!! að taka upp óhreinan pening af óhreinni götu! Hver myndi gera það?“ Svarið: Margir sparnaðarsnillingar myndu gera það!

Samkvæmt MSN Money Central, er það ekki tímasóun að tína upp einakrónur. Margir safna fundnu féi í krukkur eða sparibauka allt árið í kring – og nota síðan peninginn fyrir eitthvað sérstakt. Ein hjón minntust á það að þau notuðu fundið fé til að byggja upp lítinn eftirlaunasjóð. Eftir fimm ár voru þau með um 70.000 krónur sem voru að safna vöxtum inn á bankabók. 

Margir sem að finna klink á götunni ákveða líka að gefa það bara í hina ýmsu söfnunarbauka sem er að finna á svo mörgum stöðum. Aðrir nota peninginn í eitthvað sérstakt tilefni, eins og bíóferð.

En hvar er best að finna klinkið? Nálægt stöðumælum, gos og nammi, við bílalúgur skyndibitastaðanna, á bílastæðum og oft nálægt innganginum á verslunum og bensínstöðum.

Finnirðu hinsvegar mikið magn af peningi, s.s. seðla, veski eða jafnvel dýra hluti eins og síma, myndavélar eða þessháttar, skaltu ekki líta á það sem „ókeypis fundið fé“ heldur skaltu tilkynna fundinn t.d. til lögreglunnar ef að um stóra upphæð er að ræða eða láta verslunina sem þú fannst hlutinn nálægt vita.

Hérna kemur áskorun – Tíndu upp klinkið sem þú finnur á víð og dreif og safnaðu því saman í litla krukku. Teldu síðan hvað þú ert komin með svona einu sinni á nokkra mánaða fresti og notaðu það í eitthvað jákvætt! Aðalmálið er að króna sem þú tínir upp er króna sem þú áttir ekki fyrir mínútu síðan.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: