Tímastjórnun – 3 punktar!

inbox1. Ekki skilja e-mail-in eftir í „póstkassanum“ (e. Inbox-inu)
Hæfileikinn til að flokka með hraði og búa til aðgerð úr nýfengnum upplýsingum er einn sá mikilvægasti í atvinnulífinu í dag. Flokkaðu e-mailin sem þú færð í mismunandi flokka. Ef að skilaboðin þarfnast meiri tíma, færðu þau þá yfir á „To-Do“ listann þinn. Ef að um er að ræða einhverskonar tilvísunarskjal, prentaðu það þá út. Ef að um er að ræða fund, skelltu honum þá yfir á dagatalið. Aðalmálið – gerðu eitthvað um leið og þú hefur lesið e-mailið!

2. Viðurkenndu að það er slæmt að gera margt í einu.
Fyrir fólkið sem aldist ekki upp við sjónvarpsgláp, skrifandi textaskilaboð og læra heima á sama tíma þá getur það verið stórhættulegt að gera margt í einu. En hvort sem þú aldist upp við þetta eða ekki að þá minnkar það framleiðnina þegar þú reynir að framkvæma marga hluti í einu eða „multitaska“ eins og kaninn segir.  Tvítugur einstaklingur finnur minna fyrir þrýstingi eða streytu þegar spjótin beinast úr öllum áttum, en unga fólkið nær engu að síður minni árangri en ef það myndi einbeita sér að einu verkefni í einu.

3. Gerðu það mikilvægasta fyrst!
Á morgnanna, áður en þú skoðar tölvupóstinn, skaltu setjast niður og eyða klukkutíma í að ljúka mikilvægasta verkefninu á verkefnislistanum þínum Þetta er frábær hugmynd því jafnvel þó þú náir ekki að ljúka þessu mikilvæga verkefni á þessum fyrsta klukkutíma dagsins, þá eru mun meiri líkur á að þú kíkjir á það og haldir áfram með það seinna um daginn, ef að þú hefur nú þegar hafist handa. Þetta virkar náttúrulega best ef að þú hefur skipulagt þig kvöldinu áður þannig að þú vitir það fyrirfram hvað sé mikilvægasta verkefni dagsins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: