Hverju leita atvinnumiðlanir eftir?

job%20huntingEf þú ert að leita að vinnu þessa dagana, gæti það hjálpað að vita og skilja eftir hverju atvinnumiðlarar og vinnuveitendur eru að leita að. Hérna er smá listi með slíkum upplýsingum frá Tory Johnson sem er höfundur bókarinnar From Fired to Hired.

  • Þú verður að sýna sjálfsöryggi. Johnson segir að ef sjálfsöryggið þitt er eitthvað minna en 10 á skalanum 1 til 10, þá séu minni líkur á að þú verðir ráðin. Það er vegna þess að vinnuveitendur vilja ekki fleiri „niðursveiflur“ nú þegar efnahagurinn hefur tekið sína sveiflu. Þeir vilja frekar ráða einhvern sem er með „göngum í málið“ viðhorf, sem hjálpar til við að koma fyrirtækinu í gegnum erfið tímabil. Þannig að vertu óhrædd(ur) við að halda augnsambandinu alltaf, stattu bein(n) með axlirnar aftur og heilsaðu af öryggi – jafnvel þó þú sért bara að hitta vin til þess að tala um vinnuleitina þína! Johnson segir nefninlega að fólk er líklegra og viljugra til að bjóða starf, starfaupplýsingar, ráð og aðstoð þegar þau hitta einhvern sem kemur fram af algjöru starfsöryggi.
  • Annað sem að vinnuveitendur leita að í dag: Lýtalausa fylgiskrá og kynningarbréf. Það þýðir núll stafesetningarvillur og málfræðimistök. Það þýðir líka að þú þarft að forðast almennar fullyrðingar eins og: „Ég er dugleg(ur) og iðin og er að leita að nýjum tækifærum.“ Fyrir tilvonandi vinnuveitenda kann þetta að hljóma svona: “Ég er örvæntingarfull(ur) og mun taka hvaða starfi sem er og hef ekkert frumlegt að bjóða!“ Í staðinn skalltu fylla ferilskránna og kynningarbréf þitt með tilteknum afrekum. Eitthvað eins og: „Skipulagskunnátta mín hjálpaði síðasta vinnuveitanda mínum að minnka útgjöld fyrirtækisins um 10%, og ég get ekki beðið eftir að gera slíkt hið sama fyrir þitt fyrirtæki.”
  • Hérna er eitt í viðbót sem að vinnuveitendur leita eftir: Persónuleg tengsl. Í dag er talið að um 70% af starfstilboðum séu veitt í gegnum persónuleg tengsl – ekki í gegnum netið! Í raun, segir Johnson, að ef þú setur ferilskránna þína á netið hjá atvinnumiðlunarsíðu, þá hafi það í raun það sama að segja og að henda ferli þínum í „svarthol!“ Það er vegna þess að vinnuveitendur eru svo yfirþyrmdir af umsóknum að þeir hafa varla tíma til þess að kanna möguleikana á vinnumiðlunarsíðum. Þannig að talaðu við alla vini þína og fyrrverandi samstarfsaðila um atvinnuleitina þína. Síðan, ef þú heyrir um opið starf, skaltu fara með umsóknina þína í eigin persónu, og fylgja henni eftir með símtali! Þetta getur vel skilað vinnuveiðum þínum það sem þarf til þess að landa starfinu!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: