Leyndarmál sparibaukanna!

pig005_hk6sViðurkennum það – það er erfitt að spara pening. Sérstaklega þegar við erum með lítið milli handanna og efnahagsástandið er eins og það er. En, við erum með nokkur leyndarmál sem árangursríkir sparibaukar hafa notað í gegnum árin. Þessi leyndarmál koma frá MSN Money. 

Í fyrsta lagi: þú þarft ekki að finna meiri pening til þess að byrja að spara. Þú þarft bara að vera varkárari með þann pening sem þú átt nú þegar. Lausnin er einföld, þetta snýst bara um að bíða með að eyða pening í hluti sem veita okkur skammtímagleði. S.s. að fara fínt út að borða, kaupa sæta nýja skó. Í staðinn er best að horfa á langtímaáætlunina, s.s. að líta vel út í sundfötunum, eiga pening fyrir elliárin o.þ.h.

Næsta skref er að gefa sparnaðinum merkingu. Með öðrum orðum að í stað þess að reyna að spara einhverja fjárhæð eins og að ná upp í 100.000, að gefa 100.000 krónunum einhverja merkingu. T.d. að um neyðarsjóð sé að ræða, eða að þetta sé sparifé fyrir framhaldsnám þannig að þú getir náð þér í draumastarfið o.s.frv.

Þriðja skrefið er að forðast veikleika þína. Það er að segja, gerðu lista með þeim verslunum, heimasíðum og veitingastöðum þar sem að þú ert líkleg(ur) til að eyða um of – og forðastu síðan þessa staði. Ef að þú eyðir alltaf miklum pening þegar þú ert að hanga með ákveðnum vin eða vinahópi, reyndu þá að finna upp á nýjar leiðir til að eyða tíma með þessum vinum, t.d. reyndu að fara úr bænum eða a.m.k. í burtu frá verslunargötunum.

Gerðu þér erfitt fyrir að eyða spariféinu. Þú getur hugsað þetta svipað og að setja verkjaraklukkuna hinumeginn í herberginu þannig að þú neyðist til þess að standa á fætur til að slökkva á henni morguninn eftir. T.d. gætirðu lagt spariféið inn á bankareikning hjá banka sem að þú ferð aldrei í og passaðu upp á það að vera ekki með heimabanka í þeim banka, þannig að eina leiðin til að taka út af reikningum sé að fara persónulega í bankann.

Að lokum: ef þú sérð það ekki, þá ertu ekki að hugsa um það. Láttu taka spariféið sjálfkrafa af launareikningnum mánaðarlega og þú munt aldrei sakna peningsins. Í staðinn mun peningurinn byrja að vinna fyrir þig og safna vöxtum inn á bankabókinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: