Besti vinur mannsins – hjálpar þér!

mans_best_friendBesti vinur mannsins gerir mun meira en bara að halda þér félagsskap. Hann getur hjálpað þér að missa kílóin, vernda hjartað og bæta skapið. Hér eru nokkrar upplýsingar um hvað hundurinn gerir fyrir mannfólkið frá tímaritinu Health og dýralækninum Dr. Marty Becker.

Til að byrja með eru rannsóknir sem tengja saman hundahald og lágan blóðþrýsing og lágt kólesteról. Þar að auki virðast hundaeigendur lifa lengur eftir hjartaáfall og fá meiri líkamsrækt heldur en þeir sem eiga ekki hunda. Hvernig stendur á því? Jú, þú ert líklegri til að fara út að labba með hundinn heldur en að fara út að labba með sjálfan þig!
Síðan er það bætta skapið. Dr. Becker segir að það eitt að klappa hundi sé eins og að fara í spa meðferð. Eftir eina mínútu eða tvær þá hafa jákvæð heilaefni aukist verulega s.s. dópamín og seratónín og hundurinn þinn fær sama „kikkið“
En góða spurningin er hvernig hund er best að fá sem gæludýr? Dr. Becker mælir sérstaklega með litlum hundum og blendingum. Hún segir þessar litlu tegundir góðar því getur tengt hann við svo marga hluti sem þú gerir í lífinu.
En hvað ef þú ert með ofnæmi? Því miður, þrátt fyrir leit forsetafjölskyldu Bandaríkjanna að hundi sem veldur ekki ofnæmi, þá er engin tegund 100% ofnæmisfrí. Flasa – pínulitlar skinflögur – geta verið merki um vandræði. Og þar sem að hárin geta líka spilað rullu, þá eru hundategundir sem fara ekki úr hárum eins og púðluhundar og púðlublendingar góður kostur sem og Portúgalskir vatnahundar, sem Obama einmitt valdi!
Ef að eiga hund er ekki eitthvað fyrir þig, þá mælir Dr. Becker með því að þú eyðir tíma með annarra manna hundum, bjóðist t.d. til að fara í göngutúr með nágrannahundinn eða farir með nágrönnunum í göngu. Það mun hjálpa þér jafnmikið og það hjálpar nágrannanum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: