Frumleg atvinnuleit.

twitter_jobsEf þú ert að leita að vinnu núna, ertu ekki ein(n). Atvinnuleysið eykst og eykst sem þýðir meiri samkeppni. Þannig að ef þú vilt standa utan við fjöldan, þarftu að vera frumleg(ur). Að leita bara af atvinnu hjá vinnumiðlunum og í smáauglýsingunum dugar ekki lengur. Hérna eru nokkrar hugmyndir frá Anthony Balderrama, hjá CareerBuilder.com

Byrjaðu að blogga. Það getur verið frábær leið til að sýna fram á þekkingu þína á tilteknu viðfangsefni. Og með tímanum gætirðu jafnvel verið komin með tilkomumikið verk. Þú þarft ekki að vera að leita af rithöfunda, stjórnmála eða fréttastarfi til þess að bloggið nýtist þér, það er alltaf hægt að finna vinkil sem að vekur áhuga. T.d. ef þú ert mikið í fjármálunum geturðu skrifað um það hvernig eigi að undirbúa fjárfestingar og hvernig eigi að passa sig á varasömum fjárfestingarkostum. Bloggið getur látið tilvonandi vinnuveitanda í té upplýsingar um að þú ert virkur og „up-to-date“ á þínu sviði og þetta getur þér án efa örlítið betri stöðu gagnvart öðrum keppinautum.

Prufaðu að nota samskiptasíður. Balderama segir að það að nota Facebook, Twitter og LinkedIn komi ekki í staðin fyrir hefðbundna atvinnuleit, en að þetta sé önnur leið til þess að láta aðra í kringum þig vita að þú sért að leita að vinnu. Þú getur leitað meðal vina þinna og vina þeirra að góðum tengiliðum og jafnvel stofnað eða gerst meðlimur hópum sem tengjast starfssviði þínu. En hvað sem þú gerir, EKKI ljúga á Facebook prófílnum – ekki um aldur þinn eða afrek. Það leiðir bara til þess að þú verður aðalpersónan í næstu vandræðalegu slúðursögu sem þú hefur heyrt um. Á Twitter, geturðu „tweet-að“ um atvinnuleitina þína og bætt við tengil inn á þína persónulega vefsíðu þar sem að upplýsingar um þig og ferilskránna er að finna. Á Twitter er nefninlega líklegt og auðvelt fyrir fólk að „detta inn“ á upplýsingar um þig þegar það er að leita að orðum sem tengjast áhugamálum þínum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: