3 góð sparnaðarráð

creditcard noHér eru nokkrar sparnaðarráð úr Woman’s Day tímaritinu:

 • EKKI versla bara út á tilboðin! Þó að vara sé á tilboði þýðir ekki að þú þurfir á henni að halda eða að varan sé ódýrari en aðrar vörur. Oft eru það nefninlega dýrari vörurnar sem settar eru á tilboð og því getur stundum verið ódýrara að kaupa annað vörumerki sem er ekki á tilboði heldur en dýru og þekktu vörumerkin á tilboði.
 • Borgaðu með beinhörðum peningum. Það er staðreynd að þegar þú borgar með korti, eyðirðu allt að 30-50% meira en þegar þú borgar með peningum. Það er eitthvað við það að láta beinharða peninga sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir frá þér, og ef þú borgar með peningum, losnarðu við að fara yfir um á reikningnum, yfirdráttinn eða kreditkortavextina.
 • Hættu skyndibitastöðunum og minnkaður veitingastaðaferðirnar um allaveganna helming! Manstu eftir því að sem barn var það alltaf mjög merkilegt og spennandi þegar farið var út að borða? Það er það ekki lengur í dag. Meðalfjölskyldan fer mun oftar út að borða í dag eða kaupir tilbúinn mat heim heldur en hún gerði fyrir 15 árum. Sparnaður við að minnka þessa neyslu getur numið tugum og hundruðum þúsunda á ársgrundvelli! Í staðinn, reyndu að elda auðveldar heimatilbúnar máltíðir. Láttu hvern fjölskyldumeðlim skipuleggja máltíð fyrir ákveðinn dag. Líkur eru einnig á því að ásamt því að þú sparir pening, sértu að borða hollari mat!
Auglýsingar

2 Responses to 3 góð sparnaðarráð

 1. hjoladu skrifar:

  Hér er 4. sparnaðarráðið:
  Hjólaðu í vinnuna.
  http://www.hjoladu.wordpress.com

 2. GG skrifar:

  Leggðu bílnum og taktu strætó. Það mun koma ánægjulega á óvart hvað það er auðvelt þegar maður er búinn að læra á kerfið. Og ódýrt !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: