Furðulegar atvinnuspurningar

jobinterviewÍmyndaðu þér eftirfarandi: Þú ert í atvinnuviðtali. þú lítur út og hljómar eins og „atvinnumaður“. Allt í einu hallar viðmælandi þinn sér að þér og spyr þig: „Ef þú gætir verið einhver sögulega persóna í eina viku og lifað lífi hennar, hver myndirðu vilja vera?“ Hugsanlega þarft þú ekki einu sinni að ímynda þér þetta, kannski átt þú eftir að fá svona spurningu!
Spurningar eins og þetta eru að verða algengari meðal þeirra sem standa að starfsmannaráðninu. Til að gefa dæmi um hversu raunverulega skrýtnar þessar spurningar geta orðið þá eru hér nokkur dæmi sem spurðar hafa verið:

  • “Ef að geimverur myndu lenda í bakgarðinum þínum og byðu þér hvaða stöðu sem er á plánetunni þeirra, hvaða stöðu myndirðu vilja?“
  • “Ef þú gætir orðið ofurhetja, hverskonar ofurkrafta myndirðu vilja?“ 

En hversvegna ætti nokkur að spyrja svona spurninga í atvinnuviðtali? Katharine Hansen sem starfar hjá QuintessentialCarreers.com segir að slíkar spurningar séu oft spurðar, m.a. af henni sjálfri, því að svo margir eru búnir að „æfa“ hinar hefðbundu spurningar og hefðbundin svör við þeim. Þannig að með því að spyrja spurningu alveg út úr bláinn, að þá gefist tækifæri til þess að sjá hvernig umsækjandinn hugsar á staðnum og hvernig hann bregst við stressi.

Þannig að ef þú upplifir svona spurningu, segir Hansen að lykillinn sé að vera róleg(ur). Brostu og taktu þér augnablik til að ákveða svar og svara spurningunni. Ef að þú getur, reyndu að tengja svarið þitt við vinnuna sem þú ert að sækjast eftir. Þannig a ðef þú t.d. ert að sækja um auglýsingasölustarf hjá Stöð 2, og færð eftirfarandi spurningu: “Hvernig myndi fyrirsögn í fréttablaði um líf þitt hljóma?“ Þá gætir þú svarað, „Maður vinnur verðlaun fyrir mestu auglýsingasöluna hjá Stöð 2 þrítugasta árið í röð.“

Mundu, að aðalmálið með svona spurningar er að kanna viðbrögðin þín. Þannig að þú þarft ekki að vera snillingur eða fyndinn, heldur fyrst og fremst að halda ró þinni. Ekki segja „Ég veit það ekki“ – í raun er hvaða svar annað betra en það. Þeir vilja vita hversu hratt þú getur hugsað. Ef þú hugsar hratt og vel þá nærðu að heilla viðmælandann þinn upp úr skónum með hverju svari á fætur öðru.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: