Eitthvað sem allir ættu að vita

money_moneyÞví miður eru ekki öllum gefið peningavit, en gott getur verið að átta sig örlítið á nokkrum grundvallarreglum þegar kemur á fjármálunum hlutum sem allir ættu að þekkja. Ef þér finnst reglurnar fjórar augljósar þá er það gott mál, ef ekki, þá er þetta tækifæri fyrir þig að læra eitthvað nýtt! Punktarnir hér að neðan koma frá fjármálasérfræðingnum Liz Weston hjá MSN Money:

 • Peningaregla nr. 1: Það er munur á að langa og þurfa. Almennt eru einu raunverulegu þarfirnar okkar matur, húsnæði, föt og félagsskapur. Allt annað tengist löngunum. Weston segir að það að bera ábyrgð á löngunum okkar er venjulega eitt það erfiðasta sem við lærum í lífinu, því að  þegar afborganirnar af lúxusbifreiðinni eru farin að hindra það að maturinn komist á borðið, þá geturðu engum kennt um nema sjálfum þér.
 • Peningaregla nr. 2: Krónan nær bara visst langt. Weston segir að fólk verði að átta sig á því að allar auðlindir eiga sér takmörk. T.d. getur bóndi einungis ræktað visst mikið magn af fæði, einungis er hægt að pumpa upp visst miklu magni af olíu og launin þín geta einungis keypt visst mikið magn af hlutum. Með öðrum orðum: Þú verður að átta þig á því hvernig lífstíl launin þín bjóða upp á, ekki treysta á kreditkortin, yfirdráttarlánin eða önnur óábyrg lán.
 • Peningaregla nr. 3: Hver einasta fjárhagsákvörðun felur í sér einhvern kostnað. Áður en þú tekur ákvörðun um stóra fjárfestingu, verðurðu að átta þig á því  hvaða raunverulega kostnað það felur í sér. T.d. sýna rannsóknir það að einstaklingar með háskólamenntun afla um 70% hærri tekna yfir ævina heldur en einstaklingar með menntaskólamenntun. Sem þýðir það að fjárfesting í framhaldsnám, þrátt fyrir mikinn kostnað og lánatöku kann að vera þess virði þegar á heildina er litið.
 • Peningaregla nr. 4: Tíminn jafngildir vissulega peningum. Þetta er vegna að þú aflar þér mun meiri tekna með tímanum vegna svokallaðra vaxtavaxta. Góð leið til þess að sýna hvernig vaxtavextir virka er að ef þú setur eina krónu í sparibaukinn þinn og ákveður síðan að tvöfalda upphæðina í sparibauknum á hverjum degi verðurðu kominn með meira en hálfa milljón í sparibaukinn eftir 20 daga. Slíkir fjárfestingarmöguleikar sem tvöfalda peningana þína dag hvern eru þó ekki margir, en aðalmálið er að litlar fjárhæðir geta margfaldast með tímanum, sérstaklega ef að þú leggur þær inn á bankareikning sem gefur góða vexti og leyfir þeim að vaxa í mörg ár.
Auglýsingar

3 Responses to Eitthvað sem allir ættu að vita

 1. Kristin Sólveig skrifar:

  Sæl verið þið,

  fyrir þá sem hafa áhuga á ábyrgum fjármálum fyrir venjulegt fólk langar mig að benda ykkur á konu að nafni Suze Orman, fullt af bókum,vefsíða og ég mæli sérstaklega með „9 steps to financial freedom“ bókinni.

  kv.KSK

 2. Steinar J skrifar:

  Takk fyrir þessa síðu!

  KSK: veistu hvar hægt er að fá þessa bók 9 steps to financial freedom? Ég meina sko á Íslandi?

 3. Kristin Sólveig skrifar:

  Steinar- þessi bók hefur alltaf verið til í Eymundson í Austurstræti. ( búin að kaupa 7 eintök gegnum tíðina) Vona að þú finnir hana þar. Kv. KSK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: