Atvinnuviðtalið – brjálaðar spurningar

Í efnahagsástandinu sem ríkir nú er atvinnumarkaðurinn oft erfiður. Sem þýðir að í næsta atvinnuviðtali þá kanntu að fá spurningar sem hefðu ekki verið spurðar fyrir nokkrum árum. Hérna er listi af nýjum erfiðum spurningum úr atvinnuviðtölum fengið frá CareerBuilder.com:

  • Værir þú tilbúin að taka launaskerðingu? Þessa dagana geta há byrjunarlaun verið úrslitaspurningin. Þannig að í stað þess að hafna vinnu vegna þess að um launaskerðingu yrði að ræða pruaðu að segja eitthvað á þessa leið: „Ég er með X í laun á mánuði núna og ég veit að ég gæti beðið um meira en það. En ég hef meiri áhuga á vinnunni en peningunum. Ég er opin fyrir örlitla launalækkun ef við getum enduskoðað launhlutann eftir hálft ár.“
  • Hvað getur þú boðið upp á sem enginn annar getur? Þetta er tíminn þar sem þú ættir að benda á sérstök dæmi um hversu hratt þú getur komið hlutunum í verk og hvernig þú getur verið dýrmæt(ur) fyrir fyrirtækið. Prufaðu t.d. að segja: „Ég veit að það eru aðrir hæfir umsækjendur, en ástríða mín fyrir því að ná besta árangrinum er það sem gerir mig besta kostinn ykkar fyrir þetta tiltekna starf. T.d. eftir að ég fékk stöðuhækkun í síðasta starfi mínu jókst sala deildarinnar um 10%.“
  • Segðu mér frá versta yfirmanni sem þú hefur haft. Vertu varkár ef þú færð svona spurningar! Þú ættir aldrei að tala illa um fyrrverandi yfirmann, því að sá/sú sem tekur viðtalið við þig mun gera ráð fyrir því að þú munir tala á sama hátt um hana/hann á einhverjum tímapunkti. Í staðinn, segðu eitthvað á þessa leið: “Enginn yfirmanna minna var slæmur- en sumir þeirra kenndu mér meir en aðrir.“ Síðan geturðu gefið einstök dæmi.
  • Af hverju var þér sagt upp? Þetta er erfið spurning að svara, sérstaklega þar sem þú veist kannski ekki allar ástæðurnar sem lágu að baki. Þannig að vertu eins hreinskilin(n) og þú getur. T.d. segðu: „Fyrirtækið fékk mikinn skell útaf efnahagsástandinu og ég var hluti af hópuppsögn og það er í rauninni allt sem ég veti. Ég er viss um að það hafði ekkert að gera með gæði vinnu minnar.”
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: