3 algengir innkaupa misskilningar

shopping-cartJæja…þá er komið að því að fjalla um þrjár algengar goðsagnir sem finnast í matvörubúðunum!!! Þetta kemur úr tímaritinu Quick and Simple.

Innkaupagoðsögn nr. 1: Ferskt grænmeti er alltaf betra en frosið grænmeti. Ekki satt! Rannsakendur við Tufts háskólann í Boston, fundu út að frosið grænmeti væri alveg jafn gott og hið freska. Meira að segja er frosna grænmetið stundum betra! Hversvegna? Jú, það er vegna þess að grænmetið er fryst svo snemma eftir að það er tekið upp að það hefur ekki byrjað að brotna niður eins og ferska grænmetið er byrjað að gera. Þessvegna eru öll næringarefnin í frosna grænmetinu eins og í hinu ferska. Þannig að næst þegar þú grípur poka af frosnu grænmeti, ekki láta þér detta það í hug að þú sért að snuða líkamann þinn af næringu.

Innkaupagoðsögn nr. 2: Það skiptir ekki máli hvaða mjólkurfernu þú tekur. Þetta er ekki satt! Verslanir fela oft nýjustu mjólkurfernunar aftast í kælinum til þess að losna við eldri fernurnar fyrst, þannig að skoðaðu alltaf dagsetningarnar á fernunum vel áður en þú setur þær í innkaupakörfuna,

Innkaupagoðsögn nr. 3:  Að kaupa salat í poka er peningasóun. Ekki endilega. Poki af salati sem er nóg fyrir 4 kann að vera 3-4 sinnum dýrari heldur en salathaus sem fæðir 8. En líkur eru á því að þó að salathausinn sé ódýrari, þá muni hann skemmast áður en þú notar hann allan og þannig ertu búinn að láta hluta af peningnum fara til einskis. Þannig að ef þú ert með litla fjölskyldu, kann að vera sniðugt að kaupa salatpokana, en ef þú þarft að fæða marga – veldu þó salathausana í staðinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: