5 frábærar leiðir til að hefja blogg!

Hvað er næst mikilvægasti hluti blogsins á eftir titlinum?

Auglýsingatextahöfundurinn Eugene Schwartz eyddi oft heilli viku í að semja fyrstu 50 orðin í söluauglýsingum sínum – semsagt í fyrirsöginina og fyrstu setningarnar.

Ímyndaðu þér bara hversu svekktur þú yrðir eftir að hafa samið flottustu fyrirsögn ársins en um leið og lesandinn byrjar á blogginu sjálfu sem að opnar ekki eins vel, að þá hættir kannski að lesa. Frábær fyrirsögn með slæmri opnun er eins og að bjóða einhverjum í heimsókn, bara til þess að skella hurðinni á nefið þeirra þegar þau eru við það að ganga inn.

Þannig að hérna eru 5 góðar hugmyndir um hvernig þú hafið bloggið þitt og náð fullri athygli lesandans.

1. Spurðu spurningu

Með því að opna bloggið með spurningu ertu að skapa forvitni og fá lesandann til þess að hugsa. Og að hugsa jafngildir því að lesandinn er byrjaður að tengja sig efninu, sem er gott.

2. Deildu atvikssögu eða tilvitnun

Atvikssögur eru stuttar sögur sem geta vakið fram hlátur eða benda strax á aðalefni bloggsins. Flott tilvitnun í frægan einstakling sem tengist blogginu þínu getur einnig verið mikilvægt skref til þess að halda athygli lesandans fyrstu sekúndurnar.

3. Vektu upp ímyndunaraflið

Með því að skapa ímynd í kollinum á lesandanum ertu að nýta þér eitt það öflugasta tæki sem að textahöfundur hefur, það er að nýta sér ímyndunarafl lesandans. Þú getur notað hugtök eins og, „hugsaðu þér“, „ímyndaðu þér“, „manstu þegar“ o.s.frv. til þess að opna fyrir ímyndunarafli lesandans.

4. Notaðu samlíkingar, myndlíkingar eða dæmisögur.

Líkingar eru einnig áhrifamikil verkfæri í tækjasafni höfundarins sérstaklega þegar verið er að segja heila sögu í einni setningu. Þetta er frábær aðferð til að ná athygli lesandans og koma boðskapnum til skila í söguformi sem að lesandinn skilur um leið.

5. Vísaðu í svakalega tölfræði eða staðreyndir

Það að byrja á vísun í athyglisverðar staðreyndir er einnig frábær tækni. Fólk elskar að fá að vita áhugaverðar upplýsingar, en einungis ef að þær eru, einstakar, átakanlegar eða jafnvel hneykslanlegar. Tolfræði upplýsingar og staðreyndirnar ættu einnig að tengjast beint því sem að bloggið er að reyna að koma til leiðar.

Bónus ráð: Þriðja mikilvægasti hluti bloggsins er hvernig þú lýkur því. Frábær leið til að loka blogfærslu er að tengja það við opnun þess.

Þannig að, hvaða leiðir af ofangreindum 5 notaði ég EKKI til þess að opna þessa færslu?

*tekið héðan

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: