Litlar breytingar geta haft mikil áhrif

42-15529866Við þurfum alltaf einstaka sinnum á hvatningu að halda þegar við erum að reyna að léttast pínulítið. Þannig að hérna eru nokkrar ábendingar sem sem ættu að hjálpa þér að hlaða batteríin. Málið er að þú þarft ekki að þjást til þess að léttast! Jafnvel litlar breytingar hér og litlar breytingar þar geta haft mikil áhrif á líkamann. Hérna eru tvær uppástungur frá ritstjórum tímaritsins Self:

  • Slepptu hvíta hveitinu – eins og pasta og hvítt brauð. Mary Lee Chin sem sérhæfir sig í að kenna fólki að njóta heilbrigðs matar segir að líkaminn okkar sé lengur að melta grófa fæðið – þannig að okkur finnst við vera saddari lengur, en erum samt að innbyrða sama hitaeiningafjöldann. Og það er meira sem er jákvætt við að skipta í grófari fæðu. Samkvæmt rannsókn sem birtist í The American Journal of Clinical Nutrition, að þá kann hvíta fína hveitið að hafa áhrif m.a. á olíuframleiðslu í húðinni sem getur valdið auknum bólum og fílapenslum, þannig að skiptin í grófa fæðið gæti einnig gefið þér heilbrigðari húð
  • Borðaðu oftar. Rannsókn háskólans í Massachusetts, sýndi að fólk sem át 6 máltíðir á dag léttist meira en þeir sem borðuðu einungis þrjár máltíðir. Með því að borða á nokkurra klukkutíma fresti losnarðu við löngunina í óhollt snarl milli mála. Og með því að borða örlítið minni máltíðir oftar að þá venjumst við því að vera sátt við að borða rétt magn af fæðinni, en ekki óhóflega södd eins og oft vill verða.

Þetta er því voðalega einfalt: Borðaðu minni skammta oftar og skiptu yfir í grófa brauðið og þú ert skrefinu nær því að komast niður um buxnastærð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: