Léttu þig í svefni

SleepÞað er almenn vitneskja að ef þú vilt létta þig ættirðu að borða minna og fara meira í leikfimi. En samkvæmt fréttastofunni hjá ABC, að þá kann góður svefn að hafa mikil áhrif á það að léttast. Dr. David Katz sem kemur að þáttunum Good Morning America sagði í viðtali að það væru vísbendingar um að nægur svefn geti hjálpað til við að stjórna þyngd. Hvernig?

Nýjar rannsóknir sýna að ef þú ert að fá minna en 8 klukkutíma svefn aukist framleiðsla á ákveðnu hormóni sem eykur hungurtilfinningu. Á sama tíma hefur það bælandi áhrif á framleiðslu annars hormóns sem ýtir undir seddu tilfinningu. Sérfræðingar segjst jafnframt vera farin að sjá einhver tengsl milli minni svefns og meiri þyngdar, en tölurnar gefa í skyn að tveir þriðju almennings fær ekki nægan svefn á nóttunni og að svipað hlutfall sé of þungt. 

En góður svefn hefur meiri áhrif en bara á hormónastarfsemi líkamans. Ef þú ert vel úthvíld(ur) ertu yfirleitt orkumeiri og líklegri til þess að stunda líkamsrækt eða hreyfingu að einhverju viti. Og þú ert meira vakandi yfir þeim mat sem þú stingur ofaní þig. Þannig að ef þú vilt verða heilbrigðari og komast í betra form, forgangsraðaðu svefnin!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: