6 ráð til að styrkja hjartað

heartexerciseViltu styrkja heilbrigði hjartans? Hérna eru sex ráð sem geta gert hjartað þitt sterkara frá sérfræðingunum hjá Rodale útgáfunni:

  • Borðaðu vatnsmelónu Vatnsmelónur innihalda 40% meira lycopene heldur en hráir tómatar. Rannsókn sem birtist í tímaritinu Agricultural Research sýndi einnig að mikið vatnshlutfall í vatnsmelónunni hjálpar líkamanum að vinna úr lycopeneð úr melónunni. Að borða vatnsmelónu reglulega kann að draga úr líkum á hjartasjúkdómum.
  • Borðaðu fisk. Rannsakendur segja að ef þú borðar fisk að minnsta kosti tvisvar í viku kann að draga úr líkum á hjartasjúkdómum um allt að 30%, það er vegna omega-3 fitusýranna. 
  • Ef þú ert of þung(ur), reyndu þá að léttast um 5-10 kg. 10 ára rannsókn á Mayo Clinic, sýndi að þeir sem áttu við offitu vanda að stríða voru líklegri til fá fyrsta hjartaáfall 8 árum fyrr en þeir sem voru í eðlilegri þyngt. Þannig að drífðu þig að losna við auka kílóinn – engar afsakanir!
  • Teldu upp á 10. Fullorðnir sem bregðast við álagi með reiði eru fimm sinnum líklegri til að fá hjartaáfall fyrir 55 ára aldurinn. Rannsókn á John Hopkins spítalanum sýndi að það að telja upp á 10 áður en þú segir eða gerir eitthvað geti verið nægjanlegt til að róa þig og auka helibrigði hjartans.
  • Hreyfðu þig að minnsta kosti 2 tíma á viku. Fullorðnir á miðjum aldri  sem æfa sig stíft a.m.k. tvo tíma á viku hafa náð að minnka líkurnar á hjartaáfalli um 60% miðað við þá sem hreyfa sig ekki.
  • Að lokum, drekktu nóg af vatni. Fólk sem drekkur 5 glös af vatni á dag eru 54% minna líklegri til að fá hjartaáfall sem leiðir til dauða heldur en þeir sem drekka 2 glös af vatni eða minna á dag, svk. rannsakendum hjá Loma Linda háskólanum.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: