Matargildrur!

DW_Dining_Bakery01_mdÞú fylgist með því sem þú borðar og þú ferð reglulega í líkamsrækt. En hversvegna er ennþá svona erfitt að hneppa gallabuxunum? Dr. Brian Wansink – höfundur bókarinnar Mindless Eating hefur nokkur svör við því. Hér er um að ræða matargildrur sem valda því að við borðum of mikið – þetta snýr bæði að matnum sem þú kaupir og hvernig þú borðar hann. Hér koma nokkrar ráðleggingar úr Fitness magazine:

  1. Ekki flýta þér að borða, meðalmanneskjan klárar matinn sinn á u.þ.b. 9 mínútum. Þar sem að það tekur magann um 20 mínútur að átta sig á því að hann sé fullur og að þú sért mett(ur), borða hinir fljótu um 70 kalóríum meira með hverri máltíð en þeir ættu að gera. Þetta getur leitt til allt að 8 kg aukningu á ársgrundvelli! Á hinn bóginn getur það að sitja yfir matnum meira en klukkutíma líka valdið því að þú borðir of mikið, því ábótin er svo girnileg. Þannig að hve langan tíma er best að taka sér við matarborðið? Milli 20 og 29 mínútur. Prufaðu að stilla eldhúsklukkuna næst þegar þú sest niður og stattu síðan upp þegar hún hringir. 
  2. Passaðu þig á kuldanum. Þegar líkaminn er kaldur, þarf hann meiri orku til þess að viðhalda réttu hitastigi, og þá eru meiri líkur á að þú freistist í fituríkan mat eins og franskar kartöflur. Það er t.d. ástæðan fyrir því að veitingastaðir og kvikmyndahúsin, sérstaklega á sólarströndunum hafa loftkælinguna á fullu. Á hinn bóginn, þegar við erum í hita, drekkum við meira vatn og borðum minna.
  3. Þegar þú borðar matarafganga, hitaðu þá upp. Hitastigið á matnum sem þú borðar getur haft mikil áhrif á sama hátt og hitinn í herberginu. Rannsóknir sína að heitur matur mettar betur þannig að þú borðar minna. Þannig að taktu þér aukatíma til að skella pítsunni í örblygjuna eða setja heita kjúklingabita á kalda saladið – þú verður södd/saddur fyrr.
  4. Skelltu upp í þig tyggjó eða mintu þegar þú labbar fram hjá bakaríinu eða kaffihúsinu á leið í vinnuna eða jafnvel þegar þú ert í búðinni. Oft setja verslunareigendur girnilegt brauðmeti framarlega í verslunina til þess að vekja upp bragðlaukana og hungrið. Rannsóknir sína að bara við það að finna matarilm, eykst munnvatnsframleiðslan sem fær þig til að borða meira og kaupa meira. Ef þú hinsvegar færð þér tyggjó með mintu bragði eða mintu þá minnkarðu áhrif ilmsins og átt auðveldara með að standast freistinguna.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: