Heilahreysti!

brainRannsóknir sína að þú getur bætt a.m.k. 10 árum við líftíma heilans með því einfaldlega að nota hann meira. Fylgdu þessum ráðum frá Rodale Publishing, og heilinn þinn verður skarpari, lengur.

  • Gefðu LÍKAMANUM leikfimi. Rannsóknir sína að fólk sem er líkamlega hraust stendur sig betur á greindarprófum samanborið við einstaklinga sem hreyfa sig lítið sem ekkert. Þetta stafar af því að þegar við reynum á líkamann í leikfiminni erum við að pumpa meira blóði til heilans, sem gefur heilabörknum meira súrefni, þar sem að mikið reynir á minnið, athyglina og rökhugsun! Reyndu þessvegna að reyna vel á líkamann a.m.k. tvisvar í viku.
  • Kafaðu í kryddskúffuna. Rannsókn sem birt var í Journal of Neurochemistry benti á sjö svokölluð „hugar krydd“ – sem eiga að hafa jákvæð áhrif á heilafrumurnar. Kryddin sem nefnd voru, voru kanill, túrmerik, basilikka, oreganó, blóðberg, salvía og rósmarín. Og svo virðist sem t.a.m. sýrur sem er að finna í rósmarín hafi minnkað líkurnar á heilablóðfalli í músum um allt að 40% þannig að einhver áhrif virðist þetta hafa. Prufaðu að strá eins og einni teskeið af einhverjum þessara krydda í kaffið, te-ið eða yfir matinn 5 sinnum á dag og kannaðu hvort að heilinn verði ekki hraustari
  • Borðaðu meiri fisk. Við vitum það að omega 3 fitusýrurnar eru mjög hollar fyrir hjartað, en heilinn er að miklu leyti samansettur úr fitusýrum og þessvegna er það oft sem að fituríkur fiskur, fullur af omega 3 er sagður vera algjört heilafæði!
  • Eigðu fleiri samræður. Rannsókn sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum framkvæmdi sýndi að fólk sem átti samtöl við aðra 10 mínútum fyrir próf stóð sig almennt betur á prófinu heldur ein þeir sem þögðu. Af hverju? Sérfræðingar telja að félagsskapur og samræður hjálpi til við að skerpa heilastarfsemina, vegna þess að heilinn er stöðugt að tengja nýjar upplýsingar þegar þú átt samtal við aðra.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: