Að byggja upp tengsl!

NetworkingVið erum alltaf að heyra það að tengsl skipti öllu máli, stundum talað um að „networka“. En oft þegar við erum á réttum stað, í kokteilnum, á ráðstefnunni eða jafnvel í strætónum að þá eigum við ekki alltaf auðvelt með að hefja samtalið við fólk sem við þekkjum ekki vel og oft er það pínulítið ógnvekjandi. En hérna eru nokkrir ísbrjótar sem gætu hjálpað þér að komast yfir fyrstu hindrunina án þess að minnast á veðrið. Hugmyndirnar koma frá Donna Rosato, hjá tímaritinu MONEY sem sérhæfir sig í vinnustaðarmálum.

Fyrsti ísbrjóturinn: “Hvernig fékkstu vinnuna þína?“ Rosato segir að allir eigi sér sína sögu, með því að spyrja hugsanlegan tengilið um þeirra sögu er líklegt að þú lærir líka um hvernig vinnustaðurinn hann vinnur á ræður til sín fólk sem gæti komið þér að gagni í framtíðinni.

 “Hvað finnst þér skemmtilegast við vinnuna þína?” Þetta leyfir þér að fræðast meira um daglegan gang í fyrirtækinu sem gæti komið sér vel ef þú t.d. kemst einhverntímann í starfsviðtal þar.

Ef að þú værir ekki í núverandi starfi, hvað myndirðu þá vera að gera?” Rosato segir að þessi spurning opni fyrir þér áhugamál einstaklingsins og beini umræðunni frá vinnu, því tengslanet á ekki eingöngu að snúa að vinnutengdri umræðu. Ef þú vilt raunverulega tengjast einhverjum, verðurðu að sýna viðkomandi áhuga á persónu þeirra líka!

Hverskonar vefsíður eða blogsíður lestu helst?” Ekki eingöngu er þetta frábær leið til þess að fá einhvern til að tala, heldur gætirðu gengið út með nokkrar góðar vefsíðuábendingar.

Hver er ógnvænlegasti keppinauturinn þinn og hversvegna?” Rosato segir að svarið muni gefa þér innsýn inn í stærstu erfiðleikana sem viðkomandi svið er að kljást við þessa stundina. T.d. myndi einhver sem er að reka bókaverslun minnast á að viðskipti hafi minnkað eftir að Amazon og aðrar verslanir urðu sterk á bókamarkaðnum Þetta er einnig frábært aðferð til þess að átta sig á hugsanlegum starfsmöguleikum innan fyrirtækisins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: