Ertu háð(ur) sykri?

sugar_previewErtu algjör sælkeri og sælgætisgrís? Þýðir það að þú sért með sykur fíkn er það yfir höfuð hægt? Hugsanlega má teygja hugtakið fíkn þannig að sumir séu haldnir sykurfíkn en mörg okkar eru nánast háð sykri a.m.k. höfum við svakalegar langanir í sykurríkan mat, kannski er það samblanda af eftirfarandi þremur þáttum sem veldur:

  1. Nostalgía – minningin af mömmu og ömmubakkelsinu og bland í pokanum.
  2. Venjan – alltaf að fá sér eitthvað í eftirrétt.
  3. Efnaskiptin í líkamanum – góða tilfinning sem þú færð þegar blóðsykurinn eykst og „sykurvíman“ stendur yfir 😉

Vandamálið er ekki sykurinn í sjálfu sér, heldur að borða of mikið af honum. En sykurinn getur haft áhrif á aukna fitu og þyngd og  óhófleg neysla getur haft áhrif á ýmsa sjúkdóma s.s. sykursýki. Til þess að minnka sykurneysluna eru hér nokkrar ráðleggingar úr Woman’s Day tímaritinu.

  • Lestu innihaldslýsinguna. Fyrstu fimm innihaldsefnin eru venjulega aðaluppistaðan í vörunni. Ef að sykur í einhverskonar formi er að finna þar, hugsaðu þig þá tvisvar um. Þetta á líka við um púðursykur, frúktósa, sýróp, dextrósa, hunang og súkrósu. 
  • Athugaðu hvað þú ert að drekka. Veldu sykurskerta drykki og drekktu frekar drykki sem eru 100% hreinir, vendu þig líka við að þynna þá örlítið með vatni. 
  • Veldu heimalagaðann mat. Heimalagaður matur er venjulega með minni sykur.
  • Notaðu gervisykurinn minna. Já, þótt ótrúlegt megi virðast er betra að minnka sætindinn yfir höfuð, því ef við viðhöldum henni að þá eru meiri líkur á að við freistumst í alvöru sykurinn.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: